laugardagur, mars 08, 2003

Tókum útibandý í dag. Hittumst í morgunkuldanum hjá íþróttahúsinu og fórum inní HFN. Fyrstu leikirnir voru svoldið kaldir, en síðan skein sólin í gegn og þetta var fínasta bandý. Síðan var tekið við pottalagningar í sundi, þar sem við flökkuðum á milli heitu pottana, enda var maður alveg búinn eftir spileríið sem stóð yfir í um 2 tíma. Þetta var merkilega gott bandý, sérstaklega m.v. seinasta sumar þegar við prófuðum að spila úti í rigningu, það var ekki gaman.

Engin ummæli: