sunnudagur, mars 02, 2003

Lánaði Bjözza tölvuna í gær, vonandi að hann nái að mixa betur en ég, sem hef ekki enn haft tíma til að læra almennilega á ProTool, töff ef hann myndi gera góða hluti, enda líklega með betra eyra fyrir tónlist heldur en ég =)
Er að læra undir stærðfræðipróf sem er á þriðjudaginn, damn, gæti verið í HFN að horfa á fótbolta, Liverpool gegn Unided, það hefði verið mun skemmtilegri nýting á tíma mínum...og þá hefði ég líka sloppið við að læra =) er bara ekkert að hafa neitt rosalega gaman af þessar blessuðu stærðfræði, hef ekki neina rauverulega tengungu við umheiminn í gegnum hana...hvað þá að hafa áhuga á henni. Þetta er fyrsta skiptið á æfinni sem ég hef bara ekkert gaman af stærðfræði, engan áhuga, og þoli ekki kúrsinn fyrir vikið...nú skil ég loksins hvernig svo mörgum hefur liðið =)
Nei, var Owen ekki að tryggi Liverpool sigurinn rétt í þessu =) nú hefði ég nú verið til að sitja yfir boltanum með Bödda =)
HAM í kvöld kl. 20, má ekki missa af þeim.

He he, hvað þetta er eitthvað ekki um neitt í dag, enda er maður yfir stærðfærðibókunum, hvaða innblástur á maður mögulega að fá yfir stærðfræðibókum. Stórmerkilegt hvað fólk getur týnst sér í þurrum fræðum. Ef ég hefði ekki tekið 2 kúrsa í heimspekinni þá væri ég alveg þurr á manninn :) og myndi segja frá hér frá ævintýrum mínum sem kósínusskrímslið sem yrði gagnkynhneigt þegar það hitti diffrunarriddarann =) Það er nú eins gott að ég sé ekki algeg týndur í stærðfræðinni, en samt góð hugmynd að kenna fólki stærðfræði í gegnum svona bull ævintýri, ég held að það sé hægt að matreiða stærðfræði á mun skemmtilegra hátt heldur en gert er í dag, en á ekki von um að ég komi með þá framsetningu, en ég vona að einn daginn fari fólk að semja skemmtilegt námsefni um stærðfræði, það væri mikikl búbót, jæja, best að kíkja aftur í bækurnar.

Engin ummæli: