fimmtudagur, mars 06, 2003

Ég held að þetta blogger dót, forritið sem notað er til að halda utan um þetta röfl, sé að deyja, á eitthvað bágt þessa dagana.

En er á fullu að moka efni inn á nýjan vef fyrir háskóla íslands sem var að taka upp soloweb, svoldið brain killing vinna, ég ranka við mér öðru hverju og reyni að muna hver ég er :) nei nei, þetta er fínt, bara svo rosalega mikið af efni. Annars svaf ég nú aðeins út í dag áður en ég fór í skólann, þurfti að vinna upp svefnleysi seinstu daga, og er að spá í að komast fyrir miðnætti í rúmið í kvöld. Þyrfti að kaupa eitthvað í matinn, en þ.s. Bína er ekki heima nenni ég því ekki, hlýt að finna eitthvað að éta, þótt að mest allt sé nú búið...en hún kemur heima á Sunnudaginn, kaupi eitthvað áður en hún kemur :)

Engin ummæli: