föstudagur, ágúst 19, 2011

Óvissuferð Víðvalla 2011


Skipt var upp í lið í ár og voru karlarnir (makar) einn hópur af sjóræningjum. Síðan kepptumst við móti kúrekum, glamúrgellum, íþróttastelpum og fleirum í að leysa þrautir í Hafnarfirðinum. Okkur gekk nú bara nokkuð vel og höfðum gaman að. Saklaus hraðbankanotandi varð nú dauðskellkaður þegar að hópur af sjóræningjum læddist aftan að honum og smeygði sveðju fyrir háls - og prestur sem beið eftir brúður fyrir utan krikju leist ekkert á þennan föngulega hóp sem fór að hanga þar með honum - en allt fór nú vel að lokum og engin ódæðisverk voru framin.
Presturinn hafði orð á því hvað við værum góðir að taka þetta svona alla leið og vera í búningum og með props og svaraði ég honum um hæl "þú líka" ;)
Síðan var tekið sund og endað í partý þ.s. bjórkjúklingur og lambalundir flæddu ofan í liðið. Gítarinn var svo tekinn fram og veislugestum og nágrönnum skemmt fram eftir - held þetta sé í annað sinn sem ég spili á gítar í partý-i, síðast var það fyrir 2 árum einmitt í óvissuferð með Víðivöllum =)

Engin ummæli: