föstudagur, ágúst 12, 2011

Uppskerumót Bjólfs 2011


Bjólfsmenn hittust í kvöld og tóku smá uppskeru á síðasta ár og upphitun fyrir komandi tímabil. Bolum var deilt út sem og aðrar gjafir sem ekki tókst að útdeila á lokamótinu og Bjófsmeistarinn 2011 fékk meistarahúfuna og bauð hann uppá verðlaunabjórinn sem er búinn að býða eftir þessum hitting síðan á lokamótinu.
Spilið byrjaði ekki alveg eins og ég vildi. Fékk lítið af höndum og fór síðan með megnið af staflanum í pott með hæðsta par (kóngar) í borði en lenti á móti tvemur pörum. Var þá frekar illa haldinn og fékk engar hendur og endaði á að þurfa að kaupa mig aftur inn rétt fyrir lokun innkaupa í hléi.
Eftir hlé og nokkra bið var ég með og fékk sett af tíum og Bóndinn var til í að veðja. Kóngur lét svo sjá sig í borð og náði ég að tvöfalda mig upp á kostnað Bóndanns með fullt hús á móti tíusettinu hans.
Þá var Lady Luck komin á öxlina og hendurnar fóru að láta sjá sig og allt rúllaði fínt. Þegar við vorum orðnir þrír eftir og bara spurning hver yrði bubble fékk ég og var með. 2 spaðar komu í borð og gosi og ég prófaði að veðja og var séður af Bótaranum. Kóngur á turn var gott spil fyrir mig, kominn með hæðsta par og grunaði hann um að vera að bíða eftir spaðanum. Veðjaði og fékk svörun. River kom með þriðja spaðann í borð og Bót fór allur inn. Ég var viss um að hann hefði hitt á litinn, þó svo að ég væri líka með hann þá var möguleiki á að hann væri með ásinn. Ég þurfi að taka mér góðan tíma í að sjá en vissi að ég ætti lítið eftir ef ég myndi tapa. Bót sýndi þannig að spaðakóngurinn minn hélt og kominn í verðlaunasæti og í góðri stöðu fyrir endaslaginn móti Massanum.

Með Lady Luck á öxlinni átti Massinn ekki möguleika. Ég hitti og hitti, fékk raðir í floppi og beið eftir að hann myndi hitta eitthvað en hann var bara ekki að fá neitt. Þegar hann var orðinn lítill fór hann allur inn og ég með sá hann þ.s. kóngarnir voru búnir að vera ráðandi á borðinu allt kvöldið. Ekki fékk ég kóng en 4 tíglar breyttu kónginum í lit og Bjólfsmeistarinn 2011 tók kvöldið en greifinn & gestgjafinn var vel kominn að öðru sætinu, alltaf ánægulegt að fá inn í höllinni hans.
Ánægulegt að taka eitt svona mót til að hita upp fyrir 2012 árið sem hefst á árlegu afmælismóti hjá Iðnaðarmanninum eftir tæpan mánuð.

2 ummæli:

Páll Sigurgeir Jónasson sagði...

búinn ad finna mojoid aftur :)

Logi Helgu sagði...

Já já, og Mojo-ið er farið að kalla Lady Luck til sín, þannig að þetta er allt á réttri braut ;)