miðvikudagur, júlí 20, 2011

Nauthólsvík


Loksins var veðrið þokkalegt og við skelltum okkur í Nauthólsvíkina. Vorum reyndar í fjöru þannig að ekkert var nú sérstaklega gaman að taka sjósundið og ekki var hægt að fara út yfir grynninguna á gúmmíbátnum.
Dagur, Inga og Sól komu með okkur og Gauti kom líka við. Enduðum við í kaffi hjá Gauta en komum þangað svo seint að það endaði í kvöldmat. Gauti eldaði dýrindis grænmetisrétt sem var góður endir á góðum degi.

Engin ummæli: