miðvikudagur, júní 30, 2010

Trampólín

Var að bera búslóðina með Degi bróður um daginn ásamt góðu fólki og þegar allt var að verða komið var trampólínið eftir. Það varð úr að ég fengi það lánað og var því láni tekið afskaplega vel á heimilinu. Trampólínið var komið upp um kvöldið og strax byrjað að hoppa. Síðan var reynt að kíkja á það færi gafst næstu daga. Krakkarnir í blokkinni hafa ekki látið sig vanta og augljóst að sumir hafa ekkert annað að gera en að hoppa allan daginn ;) Stundum þurfti nú að segja þeim að hætta þessu þegar klukkan var orðin full margt að mati gamla mannsins og þegar verðandi unglingar voru mættir á svæðið með tilheyrandi látum var því umsvifalaust lokað. Í dag pakkaði ég því saman þ.s. útlit er fyrir rigningu næstu daga. Undrandi ungmenni hafa sést í garðinum seinnipartinn. Hafa þau horft vonleysislega á staðinn þar sem trampólínið var og ráfað um í von að þetta sé bara martröð og að þau vakni fljótlega og trampólínið sé á sínum stað. Sumir hafa meira að segja gert sér ferð hingað upp og spurt hvað hafi orðið um það =)
Annars þætti mér nú gaman að vita hvort ekki sé til eitthvað alíslenskt og kjánalegt orð yfir "trampólin"?

1 ummæli:

Logi Helgu sagði...

Góð tímasetning hjá mér, það byrjaði að hellirigna í nótt/morgun og útlit fyrir það næstu daga.