föstudagur, júní 11, 2010
Pókerklúbburinn Bjólfur
Lokakvöldið í fyrsta pókermóti Bjólfs var í kvöld. Ég hafði nú reyndar ætlað mér í ferð með góðu fólki fyrr um daginn og fram á kvöld, en þ.s. ekki tókst að redda pössun var ég upptekinn þegar sú ferð hófst. Áhuginn á að mæta var alveg til staðar þrátt fyrir að það væri nokkuð fyrirséð að Bósi myndi hirða lokapot mótaraðarinnar, þá var samt hægt að spila uppá pott kvöldsins. 2 aukamenn mættu og byrjað var að spila og þegar að búið var að loka fyrir re-buy þá datt forystumaðurinn út þannig að opið var fyrir 3 að slá hann út auk þess sem ég gat jafnað hann. Með þokkalegri spilamennsku og örlítilli heppni tókst mér að vinna kvöldið og náði því potti kvöldsins sem og hálfum lokapottinum. Skemmtilegt að ná að komast upp þrátt fyrir að hafa misst af fyrsta kvöldinu og var því bara á 3 kvöldum af 4. En það er alltaf gaman að taka póker og ekki verra ef maður vinnur ;)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli