laugardagur, mars 24, 2012

Borgarar


Eftir að ég fékk einn Surt frá Borg og nældi mér í síðustu 2 Úlfana í ríkinu fór ég að safna saman öllum bjórunum frá þeim. Þó svo að Skógarpúki sé ekki til var hann aðgengilegur í gegnum Þorragull. Stekkjastaurar eru enn til á heimilinu og Benna fékk ég með góðum fyrirvara. Október átti ég nú ekki von á að komast yfir en Rakel átti einn hjá sér þannig að þá var allt komið nema einn, þannig að 8/9 er ágætis árangur ;)
Valgeir & Þyrí komu heimsókn og tók bruggmeistarinn með sér jólabjórinn sinn og annan Surt svona til að halda hinum félagsskap ;) Jólabjórinn passaði vel í þennan hóp og gaman að smakka loksins vel á Surtinum sem stendur vel undir nafni og hefur mjög skemmtilega reykt bragð.
Borg bjórarnir eru hver öðrum betri og þegar þeir hittast allir saman verður úr stórveisla fyrir skynfærin.
Gott kvöld að baki og hlakka til að gera þetta aftur og verður gaman að sjá hvernig næsta Borg söfnun verður, en líklegast verða erlendu bjórarnir úr Kaupmannahafnarferðinni teknir fyrir næst ;)

Engin ummæli: