föstudagur, mars 02, 2012

Túristar í Köben


Hófum daginn fyrr en áður og drifum okkur beint í dýragarðinn. Við vorum hæstánægð með garðinn og vörðum drjúgum tíma í að ganga um og sérstaklega að fylgjast með öpunum. Einnig var umgjörðin utan um fílana mjög skemmtileg og verður gaman að sjá þegar búið verður að klára að taka garðinn í gegn. Eftir margra tíma göngu með dýrunum fórum við aftur niðrí bæ og hafist handa við að fara í búðir. Bína lagði af stað í fyrstu búðina og eftir stutta stund var ég orðinn leiður og fór í bjórleiðangur. Hafði lofað Borg að fara með bjór fyrir þá í Ölbutikken þannig að ég sótti þá uppá hótel og skrapp með strætó þangað. Þó það hafi verið erfitt að skila af mér stóð ég mína pligt og keypti nokkra bjóra sem afgreiðslumaðurinn mælti með (meira um þá síðar þegar þeir verða opnaðir).
Ætlaði reyndar að kíja á Mikkeller bar á leiðinni til baka en fór upp ranga götu og fór á mis við hann (í þetta skiptið ;)
Nennti svo ekki að bíða eftir strætó og gekk til baka, enda ekki svo langt og þegar ég kom á Strikið var Bína enn í sömu búðinni. Henni hafði tekist að kaupa hálfa búðina og var bara nokkuð ánægð með sig og sátt við innkaupin, þannig að þá var sá hluti frá.
Nú var kominn tími til að fá sér eitthvað að borða og planið var að taka eitthvað "létt" og maula svo smá sushi seinna um kvöldið. Enduðum á Hereford village þar sem risaborgari, kjúklingasamloka og bjórar urðu aðeins meira en "létt" máltíð. Ég var næstum fallinn í yfirlið þegar þessu hafði öllu verði gerð skil og þurfti að hafa svoldið fyrir heimferðinni uppá hótel ;) Þannig að við vorum vel góð og ekkert var að sushi um kvöldið. En við tókum Skype heim til ormanna áður en við lögnuðumst útaf eftir annasaman dag sem túristar í Köben.

Engin ummæli: