fimmtudagur, október 23, 2003

Skjár 2 í hús

Ætlum að fá okkur Skjá 2, þannig að ég fer og bið um Breiðbandslykil hjá Símanum í dag. Einn daginn ætla ég að vera með ýmsar dýra- og fræðusstöðvar, sem og teiknimyndatsöðvar, og þá er tilvalið að nýta sér Breiðbandið. Þannig að Skjár 2 verður hjá okkur a.m.k. næstu 2 mánuðina, sem er ágætt, CSI og bíómyndir, þannig að maður sleppur við að fara á leiguna, enda nóg að gera í því að koma sér fyrir í rólegheitunum og síðan fer að styttast í jólin...skrítið að IKSA sé ekki komið í jólafíling, það hlýtur að gerast á næstu dögum, reyndar voru nú komnar jólaseríur þar þegar við fórum í seinustu viku, en húsið hefur ekki enn fengið jólabúninginn hjá þeim...enn :)

Engin ummæli: