mánudagur, október 20, 2003

Fótboltameiðsl

Mætti minns ekki í fótbolta í gær. Tók upp skóna og vitir menn, var ekki enn sandurinn af gerfigrasinu af Laugardalsvellinum frá sumrinu 2001. Þannig að eftir gott 2 ára hlé líður mér eins og 5 árum eldri þegar leikurinn var hafinn. Fyrsta snerting var auðvitað beint á löppina í gegnum sokkinn og löppin bólgnaði aðeins upp, en það stoppaði mig ekki í því að eiga slæman leik það sem eftir lifði leiks. Þetta gekk ágætlega í fyrrihálfleik hjá okkur, en síðan náðu andstæðingarnir undirtökum í þeim síðar og rúlluðu yfir okkur 8-4. Skemmtilegur leikur samt, nóg af mörkum og allir heguðu sér vel. Það var gott að komast heim eftir leikinn og fara í heitt bað. Dagurinn í dag einkennist því að fótboltameiðslum og aumum hálsi eftir baráttuöskur gærdagsins.

Engin ummæli: