Þá erum við loksins komin inn. Fluttum inn á laugardaginn og sváfum fyrstu nóttina. Rosalega gott að vera kominn í eigið húsnæði þótt maður eigi nú eftir að sakna þess að búa hjá Bekku og Bödda í Steinahlíðinni. En þetta tókst á endanum og nú tekið bara við gott tímabil í að koma sér almennilega fyrir. Dagur bróðir, sem er vanur flutningum, segir að eftir svona hálft ár sé maður í raun kominn inn.
Settum upp gardínur í stofu og eldhús í gær, það munaði heilmikið um það. Ætla að sjá til hvort ég kaupi ódrýari týpu í dag og setji í herbergin. Síðan vantar borð í holið og fyrirhugaða sófaborðið er enn á Steinahlíðinni, en ekkert varð af flutningum í gær sökum verðurs og efast um að það verði neitt gert í dag. Jafnvel að þetta verið bara látið malla fram að næstu helgu. Síðan fauk líka skeggið, þarf að setja inn myndir af því.
mánudagur, október 13, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli