fimmtudagur, október 02, 2003

Parket verður keypt í dag

Þetta er búið að dragast nóg, nú verður farið að versla parket í dag. Við tókum okkur bara frí frá íbúðinni í gær og náðum í myndir til Nonna & Berglindar, ein 260 stykki, sem þau prentuðu í USA um daginnn.
Þannig að þrifin verða tekin í kvöld, og spurning hvort að byrjað verður á einhverri lagningu, það verður að ráðast af því hvernig lagningarmennirnir vilja hafa þetta. Þetta er víst lítið mál að leggja þetta, en ég ætla ekki fyrri mitt litla líf að þykjast hafa vit á þessu, það er ágætt að hafa menn sem kunna inná þetta. Þannig að ég er að fara í mína fyrstu parketlögn á næstunni :)

Engin ummæli: