fimmtudagur, júlí 03, 2003

Jæja Logi, klukkan er orðin allt of mikið, ætlaði að skjótast og hitta á Bögga uppá að taka mynd af kerru fyrir hann, og koma mér einhverntíman heim...reyndar er Bína að fara að hitta stelpurnar í kvöld :( en ég ætti að lifa það af, fer bara í tölvuna, nema að Bjözzi nenni á æfingu eða körfu.
Var að hlusta á Kóngulærnar í fyrradag og mig er farið að langa aftur í tónlist, maður verður bara að vera alltaf að leika sér í tónlist, það er svo rosalega gaman.
Síðan þarf ég að fara að heyfa mig, er búinn að vera latur seinustu daga, fékk smá sting af því að sitja og liggja svona mikið um daginn. Enda bandýtímabilið búið, og allir að vinna á stórundarlegum tímum sem ég þekki, eða upptekinir...eða vilja bara ekki leika við mig því ég á til að missa ímig í íþróttum :)
Ætla að taka frí á morgun, við þurfum að skoða parket, skipta mynd, skila fötum, skoða búðir, kaupa tölvuleik(úps), og fara svo í búsað með Berglindi og Nonna. Bína reyndar að fara aftur að vinna á laugardaginn þannig að við verðum bara eina nótt.

Engin ummæli: