mánudagur, júlí 28, 2003

Í dag munu verða keypt bíldekk, valið stendur á milli Hankook dekkja í Barðanum eða Kormoran hjá Nesdekk. Er að spá í að taka Barðann þ.s. þeir eru í leiðinni heim, reyndar 40 krónum dýrari, en ég nenni ekki að keyra út á nes. Þótt að Kormoran séu dótturfyrirtæki Mitchelin þá hefur Hankook meiri reynslu af dekkjum þar sem þeir eru búinir að vera á alheimsmarkaði mun lengur en hin pólsku Kormoran dekk.

Í gær fórum við og sóttum 13" felgurnar hans Dags sem við ætlum að setja dekkin undir. Reyndar eru 14" felgur undir bílnum í dag, 165/65, en það verður jafnað út með stærri 13" dekkjum, 175/70. Sem er nánast alveg sama stærð, og ætti því að vera hægt að nota varadekkið á hvaða umgangi sem er.

Öll þessi herlegheit munu kosta 22.400,- sem er 2.500,- dýrara en að kaupa ný 14" dekk og umfelga. En á móti kemur að eftir 3 mánuði þurfum við ekki að umfelga og spörum okkur þá 4.400,- sem og næstu umfelganir.

Engin ummæli: