fimmtudagur, júlí 24, 2003

Jæja, góðan daginn Internet, það er nú blíðviðri sem alltaf á netinu.

Hvað er langt síðan ég hripaði eitthvað niður hérna? Ekki man ég það. Enda er búið að vera gott veður með eindæmum hér á höfuðborgarsvæðinu, eitthvað sem ekki gertist nú nægilega reglulega, enda er enginn tími fyrir gott veður í Reykjavík, því þar eru allir uppteknir.

Fór með Óla Rúnari í gær að taka upp demó með TDH. Þeir voru nú búnir að taka upp hljóðfæri á ADAT og við skelltum þessu inná vélina hjá mér og síðan bætti Gummi við einhverjum söng. Sótti Bínu og við fórum í pottinn á miðnætti, þannig að eins og svo oft áður var ekki farið að sofa fyrr en að ganga 2, sem væri allt í lagi ef ég væri ekki að drattast á lappir kl. 7 á morgnanna, en það er sumar, nægur tími til að sofa í vetur þegar við verðum flutt inn...eða þegar ég verð gamall, held að elda fólk sofi lítið þannig að ég ætti að reyna að sofa sem minnst á meðan árin eru ekki farin að segja of mikið til sín, þá get ég tekið svefninn út þegar ég verð gamall kall...he he, ég er nú orðinn helvíti gamall, kanski maður ætti að leggjast í sófann :)

Engin ummæli: