þriðjudagur, júlí 29, 2003

Keypti dekk í gær, og lét umfelga þau á 13". Fór heim og þegar ég var að setja seinasta dekkið undir bílinn uppgötvaði ég að felgan rakst í bremsudæluna. Þannig að það var ekkert að gera nema að rífa þau aftur undan...reyndar þurfi ég að fá hjá frá Balla við það. Ég tek ekki á bílnum mínum, hef ekki hugmynd um hvað hann þolir eða hvernig þetta virkar. Get alveg farið með hamar og meitil inní tölvu og leikið mér, en að eiga við bíla er eitthvað sem er ofar mínum skilningi.

Fór aftur í Barðann í dag og fékk hjá þeim heilsársdekk og umfelgun á 14" sem voru undir. Borgaði bara á milli kostaðinn milli dekkjana, en lét 13" uppí, þannig að þetta var ágætlega sloppið. Þá var þetta eins og ég hefði bara keypt dekkin, en ekki neinar umfelganir. Þannig að bíllinn er tilbúinn í ferðalagið.

Prentaði svo út vínlímmiðana fyrir brúðkaup Nonna og Berglindar, þannig að þá er það komið frá líka. Reyndar var liturinn búinn á einu blaði, það verður bara fyrir súru flöskurnar :)

Engin ummæli: