Fann loksins flauelsjakkaföt sem ég get notað og ekki bara sem spariföt...en þarf líka að nota þau einu sinni sem spariföt...eða oftar, þar til ég fæ leyfi í að nota sem almenningsdagsföt.
Fórum uppí bústað með Nonn & Berglindi á föstudaginn, það var ákaflega ljúft. Komum þangað í fínasta veðri og tókst loksins að grilla uppúr 9 um kvöldið...síðan var lífinu bara tekið með ró, potturinn og drukkinn bjór...og rauðvín.
Fórum heim á laugardeginum og síðan var tekið á því með Monsa, Bögga og Gústa. Tókum karlafyllerý hjá Monsa og síðan var farið í bæjinn með tilheyrandi fyllerýsveseni og gaman...fyllerý eru bara svona og mér finnst snilld þegar allt fer í háaloft út af því að allir eru of fullir. Síðan var bara þynnka á sunnudeginum, en kom ég ekki heim fyrr en 6 um morguninn þannig dagurinn var vel á veg kominn.
þriðjudagur, júlí 08, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli