föstudagur, júlí 25, 2003

Föstudagur í dag, samt get ég nú ekki sagt að maður finni fyrir því. Meira svona mánudagur í mér.

Nú er blórablöggullinn fundinn í íraskinnrás breta og bandaríkjamanna. Skemmtileg tilviljun að hann skuli finnast um leið og hann er látinn. Spurning hvort hann hafi gert það sjálfur, eða bara verið tekinn út til að kenna einhverjum um það. Þetta er stórundarlegt mál og hefur verið frá upphafi, merkilegt hvað mörgum er sama...mér er nokk sama. Ekkert kemur þetta stríð mér við, og ég held að þetta sé snarbrjálað fólk, bæði innrásarmenn og heimamenn.

Ekki nóg með það heldur eru svartagullsfjélög landsins stórglæpamenn sem blóðmjólka landið með samráði...líkt og bankastofnanir, lífeyrissjóðir og fjárfestingafélög í landinu. Þetta er allt saman glæpahyski sem berst með kjafti og klóm yfir hverri krónu til að geta keypt sér stærri jeppi heldur en nágraninn sem virðist hafa allt svo gott á endalausum yfirdráttum og lánum...he he, vá hvað ég hef ekkert að segja í dag, þoli bara ekki hægfara ökumenn, verp pirraður á því að elta þá uppi :)

Engin ummæli: