mánudagur, júní 30, 2003

Jæja, eitthvað búið að uppfæra bloggerinn, vonum að þetta sé til hins betra.

Annars tókum við fínt djamm um helgina, við[Bína], Matthildur og Vigdís. Myndir ættu að komast inn einhverntíman á næstunni þegar ég finn tíma, mikið að gera í vinnunni, fór meira að segja í vinnuna í gær, á sunnudegi, og var mættur í dag kl 7:30. En talandi um djammið þá fórum við á útgáfutónleika hjá ÁMS á NASA, loksins fór ég þangað, og það var fínt, fengjum smá bjór í boði þeirra og síðan heldu þeir ball fyrir gesti og gangdi. Síðan kítkum við á Dubliners á Tvö Dónalega Haust og það var hellings stuð hjá þeim líka, menn farinir að dansa og spila uppá borðum og hvaðeina...síðan var seinasti viðkomustaður á Celtic þar sem 3-Some voru að spila...við urðum nú að kíkja á Sigga syngja :)

Engin ummæli: