Jæja, ælti maður verði ekki að tala af viti núna sem menntaður maður....bawhahahah, held nú síður, það er nógur tími til að vera gamall þegar ég er orðinn gamall....verð nú ekki nema hálffimmtugur í lok árs þannig að það er góður tími í elliafmælið.
En útskriftardagurinn var mjög góður, brautskráningin var full löng og tilgangslaus, ekkert of ánægður með ræðu rektors, hann sagði okkur að passa að hugsa ekki bara um $. Háskólakórinn hefur tekið miklum framförum síðan að ég sá hann síðast í útskrfitinni hjá Snorra bróður og jafnvel hafa þau fjölgað eitthvað hjá sér síðan þá.
Síðan var skálað í kampavíni í Steinahlíðinni og það rigndi þókkuð af gjöfum þar og meðlæti. Matur hjá Halli og Sæunni, alltaf mjög gott að borða hjá Sæunni og skálað í meira kampavíni þar :)
Síðan var farið heim og einhverjir létu sjá sig um kvöldið, en þar sem bjórinn var ekki búinn fyrr en kl. 03 um nóttina þá tók því ekki að fara niðrí bæ...enda var ég feginn, finnst það ekkert það skemmtilegasta sem ég geri að hanga í reyk og hávaða :)
Þannig að dagurinn var mjög góður og ég er sáttur...
mánudagur, júní 23, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli