föstudagur, júní 20, 2003


Tölvunarfræðingur á morgunSkemmtileg tilfinnig að vita að á morgun verður maður ekki lengur ómenntaður maður heldur kominn með tölvunarfræðititil....skulum vona að maður geri eitthvað meira.
Í dag var haldið uppá daginn með steggjun á seinasta ómenntadegi mínum með íþróttum, sundi, og síðan góðu tölvuleikjaspili í vinnunni með bjór og pizzu....nú er því lokið og orðinn hálf þreyttur í augunum eftir að hafa látið rústa mér í hinum og þessum leikjum. Nú fer ég að koma mér heim að hitta hana Bínu mína, er búinn að sakna hennar pínu í dag :)

Engin ummæli: