föstudagur, apríl 04, 2003

Mig vantar meiri tíma! Hér með auglýsi ég, í útboði eftir:

Svefntíma
Um er að ræða almennan svefntíma, 8 tímar að meðaltali, draumar mega fylgja.

Vinnutíma
Þar sem ég er oft á ferðinni og enn í skóla vantar mig aukatíma til að fylla uppí vinnuna.

Klósetttíma
Hef aldrei komist uppá lag með það að sitja á klósettinu og lesa, óska eftir tíma í það, helst lyktarlausum.

Sjónvarpstíma
Helst að mar hafi tíma til að horfa meðan maður er í tölvunni á kvöldin, þannig að gaman væri að vita hvað er að gerast í heiminum, gott væri að hafa tíma til að horfa á fréttirnar

Lærdómstíma
Sárvantar tíma til að læra, en þar sem honum myndir hvort er eð vera varið í annað þjónar það engum tilgangi að fá hann...

Engin ummæli: