Ferming hjá Valgeir um helgina, þannig að við fórum í HFN á laugardaginn og gistum þar. Síðan var ég dreginn í kirkjuna um morgunun, mér til mikils ama þar sem ég hef aldrei verið mikill kirkju maður, óháð því hvort ég sé trúaður eður ei, þá hefur mér aldrei liðið vel í kirkju. Finnst einhvernveginn allt vera þungt og lífið tilgangslaust...eins og maður sé einn af lömbunum og allir vita hvert þau fara. Held að ég hafi fengið mig fullsaddann á heilaþvættinum í sunnudagaskóla.
Annars var þetta allt í lagi í kirkjunni, síðan var fermingarveislan, fullt af góðum mat. Valgeir fékk flottar gjafir, allt var mjög veglegt sem hann fékk og virtist ánægður með allt saman. Ég og Böddi hertókum svo sjónvarpið með Formúlu 1 öðrum heimilismönnum til mikils ama.
//Er með Bínu á MSN að reyna að útskýra fyrir henni hvernig á að tengja yfir á aðrar vefsíður í texta...og það er ekkert að komast til skila :)
þriðjudagur, apríl 08, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli