Ömurlegt veður...aðalega vegna þess að ég þurfti að fara út í það. Var með kynningu á SoloWeb fyrir um 15 manns frá mismunandi deilum Háskóla Íslands. Gekk fínt fyrir utan að ég lyktaði eins og sígarettustubbur vegna þess að það er reykt í einhverju herbergi þar sem ég vinn. Maður mætir ekkert lyktandi af reykingu púnktur
Síðan auðvitað var fundurinn okkar færður þannig að ekkert var internetið, sem betur fer gat ég bjargað mér með lappann á mér.
Nú er ég kominn heim, og sem betur fer var einhver heima því Bína er með lyklana, kaldur og hrakinn gegnum þetta leiðindaveður, á strigaskóm. Ætla að undirbúa botninn fyrir miðvikudagspizzuna og síðan í langa sturtu. Ég væri nú alveg til í að vera fluttur heim í HFN og geta látið renna í bað, en það verða víst nokkrir mánuðir í það.
miðvikudagur, febrúar 05, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli