mánudagur, febrúar 10, 2003

Er maður ekki bara mættur eldsnemma, vel fyrir 8, í vinnuna. :)

Afmælisveislan hjá Palla & Erlu var mjög fín...verst að þaðan var ekki farið fyrr en hálf þrjú þannig að við Bína fórum bara beint heim. Vorum búin að plana að fara á Gaukinn og hitta Magna, en svona er maður nú gamall he he.

Síðan voru bara rólegheit í gær, horfði á Barbarellu sem við fengum lánað hjá Jobba. Klassísk mynd til að sjá með nokkra ára millibili. Fórum í mat í HFN og pottinn, það var rosalega gott og mér leið svo vel þegar ég var kominn heim að ég þrjóskaðist við að sofna eins lengi ég gat...sem varð auðvitað til þess að maður var þreyttari í morgun, en það var alveg þess virði :)

Jæja, vinnan bíður...

Engin ummæli: