mánudagur, maí 05, 2008

Flug fyrir klink

Var að spá í að fara til Seyðis seinustu helgina í apríl. Á mánudegi fór ég að skoða flugið en það kostaði yfir 50 þúsund og fara með fjölskylduna svo ég var ekki alveg till í það fyrir 5 daga ferð. Á þriðjudeginum kom svo klinktilboð hjá flugfélaginu. Reyndar var það auglýst sem tilboð aðra leiðina, þannig að ég bókaði bara aðra leiðina fyrst og svo hina, báðar á klink-i ;) Þannig að við fengum 4 daga ferð og kostaði flugið undir 15 kúlum, þannig að við vorum alveg í skýjunum yfir því. Ef að það væri alltaf svona ódýrt að fljúga myndi ég alltaf vera að skreppa austur ;)

Engin ummæli: