laugardagur, desember 11, 2010

Jólatréið fellt

Fórum í jólatrésleiðangur með Degi og co. (+ Rakel) uppí Katlagil. Þar var nú reyndar meiri órækt heldur en skógrækt en eftir göngutúr upp hlíðina fann Dagur fínasta blágreni sem hann fékk dygga hjálp við frá smáfólkinu að fella. Við enduðum svo á að finna (að því við teljum vera) rauðgreni í fínni stærð sem ætti að verða ágætis jólatré þegar búið verður að fylla það af skrauti. Það eina sem vantaði var að hafa snjó...en það var reyndar ágætt að hafa ekki meiri kulda ;)


Bjartur með hanagal, Sunna hermir og Dagný hristir hausinn =)

Engin ummæli: