Þá er búið að hanna/prenta jólakortin. Í fyrra tókst mér að fá í gegn mjög gott tilboð á prentuninni. En það var nú bara vegna misskilnings hjá þeim sem prentaði þau fyrir mig, en kostaði mig samt sem áður þras og tvær ferðir þ.s. fyrri prentunin klikkaði hjá þeim. Ákvað því að gera þetta sjálfur í ár. Hef verið með prentara í "geymslu" í nokkur ár og þegar ég ætlaði að kaupa ný blekhylki í hann sá ég að það var ódýrara að kaupa nýjan prentara. Sló til að gera það þ.s. sá prentari gat prentað á allt blaðið án þess að skilja eftir hvítan ramma. Prentarinn var ódýrari en blekið, og þó svo að ekki sé nema 50% fylling á bleki sem fylgir nýjum prenturum dugði það til að prenta jólakortin í ár, enda voru þau hönnuð til að vera "blekvæn" m.v. það sem maður gerir oft á þessum tíma ;)
Nú er bara að gefa sér kvöldstund í að skrifa þau...líklegast verður nú ekki mikið um rauðvín yfir þessum skrifum í ár þ.s. það gæti þurft að skjótast fyrirvaralaust á fæðingardeildina ;)
laugardagur, desember 18, 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Innilegar hamingjuóskir með litla strákinn ykkar
jólakveðja
laufey og co
Skrifa ummæli