fimmtudagur, desember 30, 2010

Logapizzur

Ég er mikill áhugamaður um pizzugerð og þrátt fyrir að eiga ekki afkastamikinn ofn býð stundum heim í pizzu. Hef ég stundað þessa iðju frá unga aldri (þegar ég fékk að skreyta pizzurnar sem smápolli) en lengstum hefur þetta bara verið gert einhvern vegin og engin fastmótuð uppskrift notuð. Undir lok síðasta árs ákvað ég svo að punkta niður uppskriftina og fastmóta hana. Hún átti nú að vera opinberuð í byrjun árs en ég fór í smá mælingar og prófanir sem enduðu á því að ég gerði nokkrar einfaldanir á henni og þróaði yfir árið (alltaf gott að hafa ástæðu til að elda pizzur í tíma og ótíma ;). Bjór og flóknari hveitiblöndur hafa verið teknar út, en þó í raun sé nóg að nota ger, vatn og hveiti þá fékk ekki allt að fjúka í þessari útgáfu sem ég vil hafa til staðar í botninum.
Þannig að í tilefni síðasta dags ársins ætla ég að skella fyrstu útgáfunni í loftið. Set hana fram þannig að öll innihaldsefni eru í grömmum þ.s. það auðveldar mér til muna mælingar með eldhúsvog. Auk þess er mjög auðvelt að stilla fjölda deiga (pizza) sem á að búa til en það miðast allt við að eldað sé í rauðum pizzaborðofni. Aðferðin er nokkuð vel útskýrð en það er ýmislegt sem er skilið eftir óljóst enda er það breytilegt í hvert skipti, s.s. lengd og hiti við hefingu, tími við hnoðun...
Þ.s. nafnagiftir eru með ofarlega í huga þessa dagana ætla ég að nefna þessa útgáfu löglegu karlmannsnafninu "Gamli Gamli" þ.s. þetta er fyrsta (og verður því einhverntíman elsta) uppskriftin ;)
Hér er pizzauppskriftin mín og mun hún ávallt vera aðgengileg á http://p.logihelgu.com/ en þegar nýrri uppskriftir líta dagsins ljós munu þær birtast þarna en hægt að fletta upp gömlum...en það er eitt af mjög mörgu sem hugsanlega kemur þarna inn =)

Gamli Gamli - Pizzabotn Loga

6 ummæli:

Páll Sigurgeir Jónasson sagði...

nammi namm. Nota yfirleitt ekki sykur í deigið en pottþétt prófa púðursykur næst.
Finnst deigið líka meðfærilegra ef maður aktiverar gerinn fyrst. Leysir hann upp í smá vatni og hrærir saman við ca 2 msk hveiti og lætur hevast i 20-30 mín. Blandar síðan saman við restina af þurrefnunum og lætur hevast ca 30 mín til.

Gleðilegt nýtt ár.

Logi Helgu sagði...

Ah, þarf að prófa að virkja gerið næst. Ég fékk reyndar súrdeig (alla leiðina frá Svíþjóð) um daginn. Notaði það í nokkrar vikur en var ekki nógu sáttur við það, kannski maður prófi það líka einhverntíman aftur.

Elvar Snær sagði...

Vá strákar í alvöru...Þetta er ótrúlega flókinn texti um pizzugerð og Palli...virkja gerinn. Erum við að tala um að kljúfa kjarnorku eða að baka pizzu. Samt mjög flott forrit með uppskriftinni, þar sér maður þetta í praksís. Ég veit ekki með þig Palli en ég lærði alltaf betur í praksís en teóríu hehe.
Logi? Sjaumst við ekki 7. jan. þrátt fyrir króann?

Logi Helgu sagði...

He he, þetta er alvöru nördapizzugerð ;)

En jú, ég mæti 7. að öllu óbreyttu =)

Unknown sagði...

Sælir, á móður sem á svona ofn, held það sé málið að sýna henni þetta :)
Einhverjar tillögur að sósu?

Með bestu/bandý kveðju

Sveinbjörn Pétur

Logi Helgu sagði...

Á eftir að þróa sósuna, en í grunninn er það bara ein dós af niðursoðnum tómötum, ein lítil dós af tómatpúrru, hvítlaukur og krydd. Blender mixa það og tilbúið =) Hún kemur einhverntíman þarna inná síðuna í framtíðinni ;)