mánudagur, júní 08, 2009

Pizzugerðarmaðurinn Logi

Um daginn fengum við brauðstein frá Nonna&Begs sem ég hef verið að nota sem pizzustein með því að hafa á meiri hita en ráðlagt var. Það endaði með því að hann mölbrotnaði og þá var ekkert að gera heldur en að versla pizzaofn. Þetta er kannski ekki alveg pizza fílingurinn, en einhvenrtíman mun ég hlaða minn eigin ofn...þegar ég verð kominn með garð til að hafa ofninn í ;) þá er ekki slæmt að hafa múrara í fjölskyldunni sem geta aðstoða við verkið ;)
Annars er alltaf verið að þróa pizzadegið og er byrjaður á sósunni líka. Reyndar var það nú bara afleiðing kreppunnar þ.s. vöruúrval hefur minnkað og ég fæ ekki lengur pizzusósuna sem mér finnst góð.
Í "ellinni" stofnar maður pizzastað...um leið og að ég finn einhvern sem að bruggar bjórinn til að bera fram með pizzunum ;)

Engin ummæli: