sunnudagur, júní 14, 2009

Austurrískar frænkur á ferð um landið

Systur hennar mömmu( Cilli ömmu ) voru á ferð um landið um daginn og náði ég að hitta aðeins á þær þegar þær stoppuðu við í bústað hjá Gauta. Philip( barnabarn Martínu ) var með þeim sem ökuþór...hann var að leikstýra stuttmynd um daginn...þarf að finna hana og tengja inná hérna. Þótt að ég hafi nú ekki séð þau nema eina kvöldstund þá var það mjög gott því ég missti af þeim þegar þau komu aftur í bæinn. En ég þarf bara að fara að kíkja til þeirra í Hof bei Saltzburg hið fyrsta.

Engin ummæli: