föstudagur, desember 31, 2010

Annáll 2010

Bjartur stóri bróðir útskrifaðist af leikskólanum og byrjaði í skóla og kann því bara vel. Þar byrjaði hann að læra að lesa og gengur mjög vel.
Hann er alltaf jafn mikill spekingur og skipulagði páskaleit þar sem ég þurfti að fylgja vísbendingum.

Sunna hætti með duddu, varð 4 ára og hélt áfram að æfa ballet og vera jafn sæt og áður. Hún var nú ekki alveg sátt við að missa bróður sinn af leikskólanum en komst í gegnum það á nokkrum dögum, enda með litlu systir á næstu deild og fær hana yfir á sína deild á næsta ári.

Dagný varð 2 ára en segist/þykist nú alltaf vera mun eldri ;) Hún er alltaf jafn mikill grallari og sést það á henni langar leiðir, sem lífgar tilveruna bara enn meira =)

Þetta er yndislegur hópur af einstaklingum sem mynda þessa fjölskyldu og hef ég alltaf gaman að vera einn með alla krakkana.


Við Bína mín erum nú búin að vera trúlofuð í 3 ár og kíkjum reglulega á sama veitingastaðinn ;)
Nú hlýtur að fara að koma að giftingu hjá okkur sem hefur tafist vegna barneigna síðustu ár. Held að það sé ágætist árangur eftir 7 að vera komin með 4 börn =)
Einnig tókst okkur að kíkja nokkrum sinnum í leikhús og vonandi finnum við tíma á nýju ári til að ná nokkrum fleiri sýningum.

Annars er búið að vera nóg annað að gera, t.d. fann ég mig á Internetinu ;)

Ég skipti um vinnu. Tókst markmið að vera veikindalsus í heilt ár.
Er kominn í pókerklúbb með góðum mönnum og byrja spilamennskuna þokkalega.
Í tónlistinni var heilmikið spila í miðborginni með Kóngulónum og loksins sá ég Magna syngja Pearl Jam með tribute bandi.

Sumarfríið byrjaði á að kíkja í bústað í Grímsnesinu en þegar í ljós kom að fasteignaviðskipti voru að ganga upp hjá okkur varð ekkert af því að fara austur. Var tíma varið í að undirbúa flutninga og einnig þurfti að nota allt laust fjármagn í þau viðskipti. En það var líka nóg að gera í góðu veðri á bænum og ekki verra að hafa fengið trampólín að láni.

Síðan hefur verið nóg að gera um jólin, undirbúningurinn gekk ótrúlega vel og var Bína alveg að koma öllum í jólaandann. Loksins fór ég að höggva jólatré.

Síðan eignuðumst við strák stuttu fyrir jól sem jafnaði kynjahlutfallið í fjölskyldunni.
Vegna komu hans tókst ekki að klára alveg allt fyrir jólin...þannig hafa ekki nema helmingur jólakorta verið skrifuð vonandi sýna aðrir okkur skilning og vonandi klárum við þau og komum í póst á nýju ári ;)

Helgamma í heimsókn á árinu og var líka hjá okkur yfir jólin og áramót sem var yndislegt og höfðu allir gaman af og gott að hafa auka herbergi til að bjóða henni.

Nú erum við BL feðgar búnir að sprengja, krakkarnir eru nokkuð spenntir að bíða eftir áramótunum og skaupið fer að byrja. Fyrstu jól & áramót á nýjum stað með nýjum meðlim og gott ár að baki...

Engin ummæli: