miðvikudagur, október 08, 2014

Regla #1


Þessi regla (sjá á myndinni fyrir ofan) var sett á fyrir nokkru þegar að forstofan var iðulega yfirfull af yfirhöfnum. Það var orðin venjan hjá smáfólkinu að koma inn og láta þær detta af sér og halda svo áfram inn.

Reglan var skýð fyrir fólkinu og allir meðtóku og fóru eftir þessu...til að byrja með...

Það kom svo fyrir að ein tók ekki upp úlpuna sína...og sagðist ekki ætla að gera neitt í því þegar hún var spurð...þannig að ég þreif klósettið með höndunum á henni við lítinn fögnuð viðkomandi. Með því var búið að sýna öllum að það væri full alvara með viðlögunum og eins gott að fylgja þessu ;)

Síðan þá hafa yfirhafnir ekki sést á gólfinu, þannig að þessi regla með viðurlögum hefur alveg skilað sér =)

Engin ummæli: