föstudagur, október 21, 2011

Sunna 5 ára


Sunna yndislega átti afmæli í dag. Stóra stelpan er á lokaárinu í leikskólanum og eftir ár verður hún komin í skóla með stóra bróður. Hún er alltaf jafn góð og þær systur ná ákaflega vel saman. Í leikskólanum í dag fékk Dagný að fara með að baka köku og gera allt þannig að vart mátti sjá hvor átti afmæli. Hún hefur ákaflega gott hjarta og hugsar einstaklega vel um aðra þessi litla pappastelpa =)

Engin ummæli: