sunnudagur, október 30, 2011

Rafmagnsleysi


Allir krakkar komnir uppí og þá ætluðum við að fá okkur pizzu. Um leið og ég setti pizzaofninn í samband varð allt svart...rafmagnslaust. Hélt ég hefði slegið út en sá svo að það var slökkt á öllu í nágrenninu, þannig að ég var varla orsökin.
Bjartur og Sunna voru enn vakandi og litla spekingnum fannst þetta frábært. Bað sérstaklega um að þetta yrði gert oftar, enda ekki á hverjum degi sem heimilið er upplýst af kertaljósi.
Reyndar man ég oft eftir rafmagnsleysi úr æsku...svona næstum jafn reglulegt og að sjónvarpið var ekki með útsendingar (á fimmtudagskvöldum...gömlu góðu dagarnir...he he ;)

Engin ummæli: