Dagný er búin að vera að bíða svo lengi eftir að verða nógu stór til að fara í fallturninn í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum. Í dag var farið í þeirra von að hún væri orðin nógu stór. Vitir menn, hún náði yfir lágmarkið og mátti fara með þannig að þær systur fóru saman og ég beið niðri eftir þeim.
Ánægjan var fljót að breytast þegar lagt var af stað upp og fljótlega breyttist það í meiri angist heldur en ánægju. Hún var ekki alveg sátt við þessa lífsreynslu...en merkilegt nokk fór hún nú aftur...en þá var nóg komið og engin ástæða til að gera sér meira af þessu =)
laugardagur, júní 07, 2014
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli