Það hlaut að koma að því að ég gerði mér ferð á Vitabar til að smakka gráðostaborgarann þeirra. Það er búið að vera á dagskrá hjá mér í ábyggilega 7 ár, þannig ég var orðinn verulega spenntur.
Staðurinn var einmitt eins og ég ímyndaði mér, lítil búlla alveg laus við að þykjast vera fín og flott. Við Hugi skruppum í hádeginu í gær. Vorum seinir fyrir og rétt náðum sæti...virtist vera fullt þarna allt hádegið. Borgarinn var óaðfinnanlega góður og tel ég hann slá út Colossus á Ruby Tuesday( þetta er farið að hljóma eins og ég sé einhver hamborgarasérfræðingur....mér finnst þeir reyndar alltaf góðir ). Bráðinn gráðostur og piparsósa ásamt litlum bjór, dós af kók, frönskum og tómatsósu mynduðu yndislegt partý í maganaum á mér og ætla ég að upplifa þetta bragð aftur sem fyrst ;)
fimmtudagur, febrúar 14, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
mmmmmmmmmmmmm :P fékk mér stundum meðan við bjuggum á njálsgötunni... en sennilega ekki nógu oft.
Góður matur er sjaldan of oft borðaður ;)
Skrifa ummæli