sunnudagur, maí 31, 2015

Belgrade 2015


Áttum góða vinnufundi með vinnufélögum okkar í Belgrade í vikunni. Það var margt rætt og frábært að kynnast fólkinu sem er í sömu störfum þarna út og við oft í samskiptum við.
Borgin er frábær og ekki skemmdi fyrir að við tókum okkur einn auka dag þar sem túristuðumst um í frábæru veðri. Tókum leigubíl (sem svindlaði vel á okkur ;) í virkið þar sem við fórum í útsýniferð og fórum á stríðaminjasafnið þó svo að stelpurnar hafi nú ekki alveg nennt því að hanga of lengi þar og nutu bara sólarinnar.
Röltum niður "verslunargötuna" og duttum inná veitingastaði og búðir eins og okkur hentaði.
Okkur tókst svo að ramba beint á kirkjuna og þó svo að Sexy hafi ekki fengið að fara inn sökum of mikils bers holds þá fékk hann inngöngu á Frans sem við duttum nánast bara inná rétt fyrir neðan krikjuna (en þeir áfangastaðir höfðu einmitt verið á dagskránni hjá okkur).
Frábær ferð í alla staði =)

Engin ummæli: