miðvikudagur, desember 07, 2011

Sunna balletmær


Síðasta laugardag kláraði Sunna ballettinn fyrir áramót. Hún er alltaf jafn flott í balletkjól og gaman að horfa á hvað þessar stelpur eru duglegar. Verður spennandi að sjá hvort hún fer með dansinn langt.
Hefur verið í fótbolta aðeins en síðast ég vissi var hún hætt af því það væri ekkert gaman í "Frekjubolta", grunar að sá leikur fari eitthvað í góðmennskuna hennar ;)
Dagný hefur nú alltaf gaman að horfa á systur sína og vill alltaf hlaupa og taka þátt...sem er meira en hún vill gera í sínum tímum ;)

Engin ummæli: