föstudagur, desember 09, 2011

33 ára


Afmælisgjöfin frá Bínu er nú þegar komin vel á veg og sýnir bara hvað ég á yndilega unnustu, hún er algjört æði. Dagurinn byrjaði á því að krakkarnir sungu afmælissönginn og gáfu mér pakka til mín sem á stóð:

Til pabba besta ♥♥♥
Frá Gáfnastrumpi
Sætu sól
Skrípóstelpunni
og desemberinu


Síðan var ég knúsaður í bak og fyrir þar sem í fjölskyldudagatalinu stóð að knúsa pabba =)
Í vinnunni skelltum ég og Peter upp smá jólatónleikum í hádeginu...fannst upplagt að gera það fyrst það var afmælidagur =)
Þegar ég kom heim tók á móti mér ilmandi kökulykt og settist fjölskyldan að snæðingi.
Síðan skruppu þau öll til Bekku&Bödda og ég fór að undirbúa pókerkvöld sem ég hafði ákveðið að skella upp í tilefni þess að 33 væri nú ágætis pókerhönd ;)

Engin ummæli: