laugardagur, desember 31, 2011

Annáll 2011


Árið byrjaði á því að við komum okkur saman um nafn á Sindra og var þetta erfiðasta nafnasamningaviðræðan…og sú síðasta ;) Strákurinn átti bara fínasta fyrsta árið og hélt uppá það í kringjum jólin með einhverjum veikindum líka en ekkert alvarlegt.

Sunna 5 ára stóð sig eins og hetja í hálskirtlatöku og hélt áfram að dansa ballet og er búin að kenna sér sjálf að lesa (eins og margt annað sem hún kennir sér sjálf).

Bjartur "tannlaus" var í körfubolta og skipti svo yfir í karate sem virðist eiga betur við þennan 7 ára gutta. Hálf-gult belti í höfn en þó er hann segist aðalega vera í þessu til að fá fjólubláa beltið sem er uppáhlalds liturinn ;)

Dagný byrjaði í ballet. Hún hætti á ungadeild og fór yfir á Bangsadeild. Finnst ekkert leiðinlegt að vera með stóru systir, enda eru þær einstaklega góðar saman ;) Tókst svo að hætta með duddu í lok árs sem var ekkert auðvelt fyrir 3ja ára duddustelpu ;)

Ég og Bína urðum 9 ára og eins og oft áður kíktum við nokkrum sinnum á uppáhalds veitingastaðinn ;)
Annars reynum við nú bara að njóta lífsins með þessu yndislega fólki okkar =)

Bónerhópurinn skrapp í sushi í byrjun árs og síðan var góð óvissuferð sem gæti orðið erfitt að toppa.

Ég náði hálfu ári betur en 2ja ára veikindaleysi þegar ég nældi mér í pest sem tók mig nokkrar vikur að ná úr mér. Nú er bara að byrja aftur að safna í nýtt met ;) Síðan er alltaf tekið á því í bandý-inu þó svo það sé farið að fækka óþarflega í hópnum...

Póker hefur komið skemmtilega inn á árinu og ánægjulegt hvað þetta áhugamál hefur komið sér inn hjá mér og maður reynir að sinna því. Náði Bjólfsmeistaranum 2011, það gæti orðið erfitt að toppa það ;) Bónermenn hafa líka tekið upp regluleg spil og síðan tókst mér að ná spili með Monsa á sitt hvorum landshlutanum.

Í sumar fórum við á Seyðis og á heljarinnar ættarmót.
Náðum að skreppa í bústað einnig voru ströndin og húsdýragarðurinn nýtt

Í vinnunni hefur verið mikið að gera og margt gott verið gert fyrir utan vinnuna. Ég færði mig úr forritun yfir í ScrumMaster hlutverk og sinnti tveimur teymum en mun færa mig yfir í annað teymi eftir áramót. Það er nóg sem býður og margt sem þarf að gera og hefur Agile orðið stærri hluti af áhugasviðinu en ég átti upphaflega von á.

Pizzugerðin heldur áfram og myndi ég frekar kaupa Logapizzur heldur en margt annað sem hægt er að borga fyrir í dag ;)

Tónlistin var fyrirferðalítil á árinu en þó héldu Kónuglærnar uppá 15 ára starfsafmæli og ánægjulegt að við náum þó þessari einu spilahelgi á árinu og einnig ánægjulegt að þaka þátt í steggjun og brúðkaupi hjá Bjözza.

Jólin voru svo yfirfull af ánægjulegum fjölskyldugjörningum og Bína mín hugsaði vel um mig.

Enduðum árið í Sævangnum hjá Möllu&Þresti og co. þar sem árið var sprengt í tætlur. Þegar líða fór á nýja árið yfirgáfum við svæðið með hálf sofandi og uppgefinn barnaskara eftir æðislega samveru í upphafi nýs árs sem lofar bara góðu =)

Engin ummæli: