Maturinn var æðislegur og þykir mér alveg merkilegt hvað mér þykir "vænt" um sushi...kannski bara vegna þess að ég fæ það sjaldan. Enn merkilegra er þó að ég skuli borða þennan mat þ.s. ég er enginn aðdáandi að hráum mat og þá sérstaklega ekki fisks. Auk þess er ég nú ekki mikið fyrir annað en steikta ýsu og vil helst ekki sjá lax. En ég læt mig hafa allt sem mér er boðið uppá á sushi bökkum og held að það sé nú aðallega vegna þess að ég kann vel við sojasósu og washabi ;)

Við drógum okkur svo fyrst af öllum til hlés, enda lítill herramaður heima fyrir sem þarf að fá móður sína mjög reglulega =)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli