Veikindi hrjáðu krakkana í seinustu viku og þótt að Bjartur hafi verið nokkuð hress komu 2 massífar ælur frá honum. Ég tók að mér það skemmtilega verk að þrífa. Fyrri kom í holinu á miðvikudaginn og fór upp með öllu og út um allt. Daginn eftir var það eldhúsið og lág við að ég þyrfti að pússa hnífapörin í skúffunni svo víða fór gummsið. Ef eitthvað er verra heldur en að börnin manns séu veik þá er það þegar þau eru með gubbupest. "Ekkert" jafn "hressandi" og að þrífa upp ælu daga í röð. Föstudaginn var ælulaus, ég var einn heima um kvöldið og horfði á hina æðislegu Guest House Paradiso þ.s. sem skemmtilega vill til að æla kemur mikið við sögu undir lok myndarinnar ;)
Á laugardaginn virðist eitthvað hafa gefið sig eftir allt þetta ælu-áreiti og ég lagðist í magakveisu uppúr 2 um nóttina. Svaf af mér allan sunnudaginn og megnið af mánudeginum...en tókst að æla ekkert og er nú að skríða saman...á samt enn erfitt með að borða ;)
þriðjudagur, nóvember 06, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli