fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Tennurnar enn í lagi

Great teethVið feðgar fórum til tannlæknis í gær. S.s. ekkert merkilegt nema hvað að ég held að ég hafi seinast farið fyrir 10 árum. Þegar ég settist í stólinn fór ég að hugsa út í hvað væri langt síðan ég síðast sat í tannlæknastól og var ekki alveg stemmdur fyrir einhverjar boranir og viðgerðir. En allt leit vel út fyrir utan að ég gnísti víst tönnum á nóttunni...þannig að ég hef sloppið fyrir horn og kannski ég láti ekki líða alveg jafn langan tíma þ.t. ég mæti næst ;)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá, þú lítur út eins og arch-demoninn úr Warcraft 3 á þessari mynd.