fimmtudagur, september 20, 2007

Vekjaraklukkan

Í svefnherberginu er vekjaraklukka sem varpar klukkunni uppá vegg og vörpum við klukkunni uppí loft svo við sjáum glögglega að nóttu til hver staðan er. Ekki eru þó allir á eitt sáttir um það hvert klukkunni skal snúið. Iðulega hef ég fundið klukkuna þannig að búið er að varpa tímanum á vegginn bakvið klukkuna sem er svo nálægt að ekkert sést nema rauður punktur. Þegar ég hafði orð á því hver væri alltaf að fikta í klukkunni fékk ég þau skilaboð að Bjartur væri alltaf að fussa og sveija yfir þeim sem væri alltaf að rugla í klukkunni. Honum finnst mun flottara að sjá rauða punktinn við hliðina á klukkunni heldur en uppí loftinu þ.s. ekkert sést yfir daginn. Þegar að vekjaraklukkan datt svo úr sambandi eina nóttina reyndi ég sýna honum að klukkan ætti varpa uppá loft. Ég held að hann hafi alveg skilið það...nú er það bara Sunna sem þarf alltaf að fikta í klukkunni.

Engin ummæli: