laugardagur, september 22, 2007

Óvissuferð Víðivalla

Komst óvænt með Bínu í óvissuferðina hjá Víðivöllum þegar að ljóst var að það var pláss og tengdó gátu passað. Farið var í rútuferð á Draugasetrið á Stokkseyri. Ég bjóst við meira af safninu, kanski var það vegna þess að við vorum í hóp og seinust, en ég hélt það væri meira "spooky" og bregð í gangi. En rútuferðin var afskaplega skemmtileg. Rútan var með klósett og skemmtileg tilviljun var að hægt var að koma höndinni inná klósettið með að teygja sig í gegnum ruslalúgu. Vakti þetta mikla kátínu og heilmikið skemmtiatriði út af fyrir sig ;)
Þegar komið var aftur fór ég heim og fékk Monsa&Ástu í mat. Reddaði svo pössun þannig að ég gat hitt fólkið aftur seinna um kvöldið í partý-i í næstu blokk. Þar var heilmikið stuð og endaði ég spilandi á gítar sem kom mér og Bínu að óvart því vanalega læt ég aðra um það...en það var bara svo mikið stuð að það var ekki hægt annað en að taka virkan þátt ;)

Engin ummæli: