þriðjudagur, september 29, 2009

Svefn er sætr þeim þreytta

Búinn að vera að rokka nokkrar helgar með Kóngulóarbandinu niðrí borg óttans. Við höfum skemmt næturdýrunum og verð að viðurkenna að það tekur nú svoldið á að skríða uppí rúm á morgnanna og reyna að leggja sig fram að hádegi tvo daga í röð. Svefnleysi er með því óþægilegra sem ég veit og ég kann ekki alveg við að leggja mig í tíma og ótíma. En ekkert jafn notalegt eins og komast svo í bólið á skikkanlegum tíma á sunnudagskvöldunum =)

Engin ummæli: