laugardagur, nóvember 12, 2005

Líkbrúðurin

Alltaf jafn gott þegar við Bína tökum okkur til og gerum eitthvað saman, þótt það sé ekki merkilegra en að skreppa á Vegamót og fá góðan mat á góðu verði og setjast svo í bíósal. Þar sem alltaf er svo mikið að gera er ákaflega gott að brjóta samverustundirnar upp með því að gera eitthvað út af vananum...og að fara í bíó er ekki eitthvað sem ég geri mjög oft. En þegar Tim Burton kemur með nýja mynd skellir maður sér :) Eins hrifinn og ég er af Nightmare before Christman þá er Corpse Bride ekki jafn spennandi, ekki við fyrstu sýn. Rosalega flott og skemmilegar persónur og brúður, en söguþráðurinn aðeins of rólegur og fyrirsjálanlegur fyrir mig. En engu að síður verður maður aldrei fyrir vonbrygðum á Tim Burton mynd, ekki ég allavegana...frekar að maður býst bara við svo miklu af honum þ.s. hann á nokkrar stórmyndir sem maður heldur uppá. Þannig að kvöldið var ákaflega gott og endaði fyrir framan sjónvarpið það sem svefninn var farinn að síga yfir alla í fjölskyldunni en Bjartur var nú afskaplega stilltur að vanda og löngu sofnaður hjá Ömmu&Afa.

mánudagur, nóvember 07, 2005

Svefnleysi

Helgarfríið á Seyðisfirði var allt og fljótt að líða, jafnvel þótt við mættum á fimmtudegi og fórum ekki fyrr en á mánudegi. Við hefðum alveg verið til í a.m.k nokkra daga heima á Múlaveginum =) Við náðum að hitta á Grím og foreldra þegar við kíktum í kvöldheimsókn í Garð. Grímur samþykkti ekkert annað en að taka þátt í kjaftaganginum og fékk að hoppa svoldið um líka. Þeir félagar, Bjartur og Grímur, hittist á fimmtudeginum og sýndi mikla tónlistarhæfileika þegar þeir tvímenntu á píanóið í Garði.
Ari Björn og Bjartur fóru saman í íþróttir með fleiri krökkum og léku sér svo saman á sunnudaginn. Ari Björn keyrði Bjarti í flotta bílnum sínum og sýndi okkur kisuna sína, en passaði nú líka uppá að Bjartur væri ekkert að leika sér of mikið að dótinu sínu. Símon og Ásta buðu okkur svo í gæs á sunnudagskvöldið sem endaði í nokkrum bjórum og værum blundi þegar heim var komið. Vonandi verðum við nú aftur á Seyðis um áramótin.
En nú er maður kominn aftur heim og alltaf nóg að gera, enda farið að styttast til jóla og það er nóg sem þarf að undirbúa og skipuleggja í jólagjafamálum. Stefnan var nú hjá mér að versla allar jólagjafirnar á netinu, og fá þeir bara sendar heim þannig að ég þyrfti ekki að fara í búð, en það urðu nú bara nokkrar sem voru pantaðar á endanum...þetta hefst kanski einhver jólin( þegar maður er orðinn of gamall til að fara í búð ). Kóngulóarbandið er eitthvað að spá í að koma jólalagi í spilun í ár þannig að það er alltaf nóg annað að gera heldur að skirfa eitthvað röfl hérna og merkilegt hvað mér tekst aldrei þessa dagana að koma mér í rúmmið fyrr miðnætti er löngu liðið...